Fréttasafn30. mar. 2017 Almennar fréttir Menntun

30 rannsóknarverkefni kynnt á fyrirlestramaraþoni í HR

Fyrirlestramaraþon Háskólans í Reykjavík fer fram í níunda sinn í hádeginu í dag kl. 12.00-13.00 en á fyrirlestramaraþoninu gefst almenningi kostur á að kynna sér fjölbreyttar rannsóknir fræðimanna HR í örstuttum fyrirlestrum. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir verðlaun HR þeim starfsmönnum sem þykja hafa skarað fram úr í kennslu, þjónustu og rannsóknum, við opnunarathöfn maraþonsins kl. 11.00.

Fyrirlesarar fyrirlestramaraþonsins koma úr öllum akademískum deildum HR, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild  viðskiptadeild og lagadeild. Maraþonið fer fram í fimm kennslustofum í einu og er fyrirlestrum raðað í stofur eftir fræðasviðum. Fyrirlestrarnir eru ýmist haldnir á íslensku og ensku. 

Dagskrá Fyrirlestramaraþons HR 2017 er að finna á slóðinni: www.hr.is/fyrirlestramarathon.