Fréttasafn



19. sep. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

35 þúsund nýjar íbúðir á næstu 10 árum raunhæft markmið

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, telur raunhæft að það takist að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum. Til að það gangi upp þurfi sveitarfélögin þó að vinna talsvert öðruvísi úr málunum en þau hafa gert. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins. Sigurður nefnir sem dæmi að lóðaframboð sé einfaldlega ekki nóg og liggi vandinn m.a. í því að sveitarfélögin hafa ekki forræði yfir þeim lóðum sem lóðaskipulag þeirra lýtur að. „Það er vegna þess að það land er í einkaeigu eða eigu annarra sem ráða því hvenær uppbygging fer fram. Ef horft er nokkra áratugi til baka, þá hafa sveitarfélögin minna um það að segja nú en þá hvenær uppbygging fer fram.“

Sigurður segir sveitarfélögin geta brugðist við þessu með því að brjóta nýtt land undir byggð. Mikilvægt sé að horfa til þess og ekki eingöngu einblína á þéttingu byggðar.

Morgunblaðið / mbl.is, 19. september 2022.

Fréttablaðið, 19. september 2022.

Morgunbladid-19-09-2022