Fréttasafn



15. jún. 2020 Almennar fréttir Menntun

42 nemendur ljúka undirbúningsnámi fyrir háskóla

Háskólinn í Reykjavík brautskráði síðastliðinn föstudag 42 nemendur sem hafa lokið Háskólagrunni HR frá frumgreinadeild háskólans. Þrettán nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 21 af laga- og viðskiptagrunni og átta af tölvunarfræðigrunni. Til viðbótar hafa 23 nemendur lokið viðbótarnámi við stúdentspróf við deildina. Samtals hafa 2.324 nemendur útskrifast með lokapróf frá frumgreinadeild HR. Meirihluti þeirra hefur í framhaldinu sótt um akademískt nám við HR. 

Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að opið er fyrir umsóknir í Háskólagrunn HR fyrir næsta skólaár til 22. júní næstkomandi en í dag er síðasti umsóknarfrestur fyrir grunnnám við háskólann.

Við brautskráninguna hlaut Matthías Mar Birkisson viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í Háskólagrunni HR. Matthías hlaut jafnframt raungreinaverðlaun HR fyrir ágætan árangur í raungreinum og viðurkenningu fyrir ágætan árangur í stærðfræði.

Aðrir sem hlutu viðurkenningar eru:

  • Aldís Hlín Skúladóttir: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í stærðfræði.
  • Anna Líney Ívarsdóttir: Viðurkenning frá viðskiptadeild HR fyrir ágætan árangur í bókhaldi, reikningshaldi og þjóðhagfræði, viðurkenning fyrir ágætan árangur í hugmyndasögu og náttúrufræði.
  • Halla Kolbeinsdóttir: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í hugmyndasögu.
  • Hrannar Freyr Markússon Kreye: Viðurkenning frá tölvunarfræðideild HR fyrir ágætan árangur í forritun.
  • Pétur Kristófersson: Viðurkenning Danska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í dönsku og viðurkenning fyrir ágætan árangur í íslensku, ritun og aðferðafræði og náttúrufræði.
  • Selma Brá Jökulsdóttir : Viðurkenning fyrir ágætan árangur í ensku.

Við athöfnina flutti Óðinn Bolli Björgvinsson, rennismiður, vöruhönnuður og starfandi framleiðslusérfræðingur hjá Össuri, ávarp fyrir hönd eldri nemenda. Af hálfu útskriftarnema talaði Halla Kolbeinsdóttir. 

HRfrumgreinautskrift-4-s