434% hækkun á pappír og hætt við tvöfaldri gjaldtöku
Í umsögn Samtaka iðnaðarins vegna frumvarps um breytingar á lögum um úrvinnslugjald er varað við tveimur lykilatriðum sem geta dregið úr hagrænum hvötum til umhverfisvænni lausna.
Í umsögninni segir að í fyrsta lagi er hætta á að fjölnota flutningsumbúðir verði fyrir tvöfaldri eða jafnvel margfaldri álagningu úrvinnslugjalds ef þær eru endurnýttar. Í öðru lagi er athygli vakin á gríðarlegri hækkun á gjaldi sem lagt er á pappírs- og pappaumbúðir. Bent er á að gjaldið hafi hækkað úr 15 kr./kg. árið 2020 í 65 kr./kg. fyrir árið 2025, sem sé 434% hækkun á fimm ára tímabili. Á sama tíma hafi úrvinnslugjald á plastumbúðir lækkað. Í umsögninni er vakin athygli á því að þessi þróun kunni að draga úr hagrænum hvötum til notkunar pappírsumbúða umfram notkun plastumbúða.
Hér er hægt að lesa umsögn Samtaka iðnaðarins.

