Fréttasafn29. apr. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

44% stjórnenda iðnfyrirtækja segja aðstæður góðar

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er fjallað um könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins meðal stjórnenda íslenskra iðnfyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins í febrúar og mars á þessu ári. Í umfjölluninni segir að um 44% stjórnenda telja að aðstæður í efnahagslífinu á Íslandi séu góðar fyrir þeirra fyrirtæki og 18% telja að þær séu slæmar. Hlutfallið breyttist lítið frá síðustu könnun fyrir ári þegar 45% sögðu að aðstæður væru góðar og 20% að þær væru slæmar. Hlutfall þeirra sem telja að aðstæður séu hvorki slæmar né góðar hækkaði á milli ára, eða úr 34% í fyrra í 37% nú. Einnig kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins að um 41% stjórnenda segja að það sé skortur á starfsfólki í þeirra fyrirtæki núna. Nokkra lækkun megi greina í því hlutfalli á milli ára þar sem 48% sögðu skort á starfsfólki vera viðvarandi á síðasta ári. Þá sé athyglivert að hlutfall þeirra sem segja skort á starfsfólki sé lægra nú en þeirra sem segja að nægt framboð sé af starfsfólki.

Viðskiptablaðið, 24. apríl 2024.

vb.is, 23. apríl 2024.

vb.is, 25. apríl 2024.

vbl.is, 27. apríl 2024. 

vb.is, 28. apríl 2024.

Vidskiptabladid-24-04-2024