464 nemendur útskrifaðir frá Tækniskólanum
Tækniskólinn útskrifaði 464 nemendur síðastliðinn miðvikudag. Útskriftin fór fram í Eldborgarsal Hörpu. Á myndinni eru þeir nemendur sem hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur ásamt skólastjórum og skólameisturum. Dúx Tækniskólans er Benedikt Máni Finnsson útskrifaður úr rafvirkjun og semidúx er Elín Rós Einarsdóttir úr grafískri miðlun.
Brautskráð var frá neðangreindum skólum/deildum Tækniskólans:
- Byggingatækniskólinn (61), Handverksskólinn (29), Raftækniskólinn (47), Skipstjórnar- og Véltækniskólinn (66), Upplýsingatækniskólinn (53), Tæknimenntaskólinn (54)
- Fagháskólastig: Flugskólinn (58), Margmiðlunarskólinn (24), Meistaraskólinn (54), Vefskólinn(18)
Nánar á vef Tækniskólans: http://www.tskoli.is/taekniskolinn/…/utskriftarhatid-i-horpu