Fréttasafn



25. jan. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

50 milljarða aukning í opinberum framkvæmdum

„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins en um er að ræða 50 milljarða viðbót á milli ára sem er mikil innspýting sem er sögð koma til góða fyrir hagkerfið. Þegar fréttamaður spyr Sigurð hvort þetta sé ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar hann. 

Í frétt Stöðvar 2 er einnig rætt við fulltrúa opinberra aðila sem kynntu áformaðar framkvæmdir á þessu ári á Útboðsþingi SI sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í gær. 

Hér er hægt að horfa á frétt Stöðvar 2.