Fréttasafn



24. jan. 2023 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

65 milljarða aukning í fyrirhuguðum útboðum

Á Útboðsþingi SI sem fram fór í Háteig á Grand Hótel Reykjavík kynntu fulltrúar 9 opinberra aðila fyrirhuguð útboð verklegra framkvæmdir á árinu. Í nýrri greiningu SI kemur fram að samanlagt eru áætlaðar verklegar framkvæmdir hins opinbera sem fara í útboð á þessu ári samtals 173 milljarðar króna sem er 65 milljörðum króna meira en kynnt var á Útboðsþingi SI á síðasta ári.

Gangi áætlanir eftir er ljóst að opinberar framkvæmdir munu aukast um 60% milli ára og er það breyting frá samanburði milli 2022 og 2021 þegar var 15 milljarða króna samdráttur í fyrirhuguðum útboðum. Að mati Samtaka iðnaðarins er þessi aukning jákvætt framlag til hagvaxtar bæði á þessu ári og litið til framtíðar enda er mikilvægt að fjárfesting í efnahagslega mikilvægum innviðum sé næg og viðhaldi þeirra sinnt. 

Hér er hægt að nálgast greiningu SI.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Frummaelendur-2023

Dagskrá Útboðsþings 2023: 

· Fundarstjórn – Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI

· Setning – Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins

· Ávarp – Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra

· Samantekt - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

· Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir - Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri

· Vegagerðin - Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar

· Reykjavíkurborg – Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs

· Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri

· Landsvirkjun – Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda

· Landsnet - Unnur Helga Kristjánsdóttir, forstöðumaður framkvæmda

· Veitur – Heimir Hjartarson, sérfræðingur í fjárfestingum hitaveitu

· Isavia – Páll Svavar Pálsson, forstöðumaður flugvallarþróunar og uppbyggingar

· NLSH – Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri