Fréttasafn



5. maí 2022 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

7,2% verðbólga er merki um óstöðugleika

Rætt er við Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI, í kvöldfréttum RÚV um stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem fór í 3,75% og vaxandi verðbólgu sem búist er við að fari yfir 8% innan nokkurra mánaða. Ingólfur segir að hækkanirnar hafi verið fyrirséðar. „Hækkun núna var viðbúinn, 7,2% verðbólga er merki um óstöðugleika. Það er ekki það sem fyrirtækin okkar vilja, í iðnaðinum eða fyrirtæki almennt og alls ekki það sem heimilin vilja. Það þarf að taka á þessu vandamáli. Ljóst er að hækkanirnar munu ekki draga úr húsnæðisvandanum.“ 

Áframhaldandi hækkanir á húsnæðismarkaði

Þá segir Ingólfur um áhrif á húsnæðismarkaðinn: „Við erum með vaxandi fjölda íbúða í byggingu og væntanlega aukið framboð af íbúðum að koma inn á markaðinn á næstunni en það er ekki nægjanlegt til þess að mæta þeirri þörf sem er áætluð. Þess vegna er svona allavega myndin blasir þannig við okkur að við sjáum áframhaldandi hækkanir á þeim markaði.“

RÚV, 4. maí 2022.

RUV-04-05-2022Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, í kvöldfréttum RÚV.