Fréttasafn



5. des. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

78% bókatitla prentaðir erlendis

Bókasamband Íslands hefur kannað prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2019. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 145 og fjölgar um 21 frá fyrra ári og sem hlutfall af heild eykst prentun innanlands milli ára um 1,5%. Hlutfallið er 21,7% í ár í samanburði við 20,2% árið 2018. Fjöldi titla sem prentaður er erlendis er 522 eða 78,3% en var 490 eða um 79,8% í fyrra. Heildarfjöldi prentaðra bókatitla fjölgar um 53, í Bókatíðindunum í ár eru 667 titlar en voru 614 árið 2018.

Í tilkynningu kemur fram að skoðað hafi verið hlutfall prentunar innanlands og erlendis eftir flokkum.

  • Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 156; 65 (42%) prentuð á Íslandi og 91 (58%) prentuð erlendis.
  • Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 237; 53 (22%) prentuð á Íslandi og 184 (78%) prentuð erlendis.
  • Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 49; 4 (8%) prentuð á Íslandi og 45 (92%) prentuð erlendis.
  • Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 225; 23 (10%) prentuð á Íslandi og 202 (90%) prentuð erlendis.

Mestur fjöldi titla er prentaður í Evrópu: 

  • Evrópa 468 bækur 70,2%
  • Ísland 145 bækur 21,7%
  • Asía 49 bækur 7,4%
  • USA 5 bækur 0,7%

Til samanburðar á árinu 2018 voru 124 bækur prentaðar á Íslandi (20%), 412 bækur í Evrópu (67%) og 78 bækur í Asíu (13%).

Prentun-boka1

Prentun-boka2