Fréttasafn



30. ágú. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi

Á annað hundrað fyrirtæki sýna á Iðnaðarsýningunni 2023

Á annað hundrað fyrirtæki sýna á Iðnaðarsýningunni 2023 sem opnuð verður á morgun í Laugardalshöll. Sýningin stendur í þrjá daga fram til 2. september. 

Sýningin er haldin af Ritsýn sf. sem hefur í 26 ár sérhæft sig í fagsýningum. Má þar nefna sjávarútvegs-, landbúnaðar-, heilsu- og stóreldhúsasýningar. Í frétt á mbl.is kemur fram að í tilkynningu frá Ritsýn segi að Samtök iðnaðarins séu samstarfsaðili sýningarinnar. Innan samtakanna séu um 1.400 fyrirtæki og sýni stærð iðnaðargeirans hér á landi. Samkvæmt hagtölum skapi hann rúmlega fimmtung landsframleiðslunnar. 

Þá segir að á iðnaðarsýningunni verði meðal annars lögð áhersla á að kynna mannvirkjagerð, orku, innviði, vistvænar lausnir og hönnun. Hún eigi að höfða bæði til fagmanna og almennings. Sýningin verður opin frá klukkan 14 til 19 fimmtudag, klukkan 10 til 18 föstudag og 10 til 17 á laugardag.

mbl.is, 30. ágúst 2023.