Aðalfundur Félags vinnuvélaeigenda
Aðalfundur Félags vinnuvélaeigenda fer fram fimmtudaginn 24. mars á Hilton Nordica Hotel, fundarsalnum Vox Home. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12.00 og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan á fundi stendur. Hér er hægt að skrá sig á fundinn. Skráning er nauðsynleg.
Dagskrá:
1. Fundur settur. Val fundarstjóra og ritara.
2. Fræðsluerindi frá Björgu Ástu Þórðardóttur, yfirlögfræðingi SI.
3. Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári.
4. Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
5. Ákveðin árgjöld fyrir næsta ár.
6. Kosinn formaður, varaformaður og stjórn.
7. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga.
8. Kosning í starfsnefndir félagsins.
9. Önnur mál.
10. Fundi slitið.
Aðalfundurinn er boðaður í samræmi 8. gr. laga félagsins.