Fréttasafn11. feb. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Aðalfundur Rafverktakafélags Suðurnesja

Aðalfundur Rafverktakafélags Suðurnesja, RS, var haldinn síðastliðinn fimmtudag á Park Inn Hóteli í Keflavík. Fundurinn var vel sóttur og var stjórn félagsins endurkjörin með öllum greiddum atkvæðum.

Í skýrslu formanns nefndi Arnbjörn Óskarsson meðal annars að á síðastliðnu ári fengu 9 nemar af Suðurnesjum afhent sveinsbréf í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Þá kom fram að atvinnuástand væri ennfremur gott hjá rafiðnaðarmönnum á Suðurnesjum og að bjart væri framundan.

Að loknum aðalfundi bauð Reykjafell fundarmönnum til kvöldverðar en þess má geta að RS í samstarfi við Reykjafell afhentu Fjölbrautarskóla Suðurnesja veglega gjöf í tilefni 40 ára afmælis FS í lok árs 2017.

Á myndinni má sjá félagsmenn RS ásamt Kristjáni Daníel Sigurbergssyni, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI, Þorvaldi Guðmundssyni og Ottó E. Guðjónssyni frá Reykjafelli.