Fréttasafn21. feb. 2018 Almennar fréttir

Aðalfundur SI

Félagsmenn hafa verið boðaðir á aðalfund Samtaka iðnaðarins sem verður haldinn fimmtudaginn 8. mars kl. 10.00 – 12.00 í Norðurljósum í Hörpu. Boðið verður upp á léttan hádegisverð að loknum fundi. 

Hér er hægt að skrá sig á aðalfundinn. 

Dagskrá

  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  • Framkvæmdastjóri leggur fram til úrskurðar endurskoðaða ársreikninga samtakanna fyrir liðið almanaksár, með athugasemdum endurskoðanda
  • Tillaga stjórnar um fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár
  • Lagabreytingar (sjá neðar)
  • Launakjör stjórnar
  • Lýst kjöri formanns og meðstjórnenda
  • Lýst kjöri í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
  • Kjörinn löggiltur endurskoðandi
  • Kosinn kjörstjóri og tveir aðstoðarmenn hans
  • Önnur mál

Tillaga að breytingum á lögum Samtaka iðnaðarins 

Lagðar eru til breytingar á 20. gr. og 21. gr. laga SI.

Lagt er til að breytt verði 20. gr. laga SI þar sem tilgreint er að kjörstjóri og aðstoðarmenn hans annist undirbúning kosninga ásamt aðstoðarframkvæmdastjóra SI. Í ljósi þess að staða aðstoðarframkvæmdastjóra SI hefur verið felld niður er lagt til að starfsmaður SI annist umrædda undirbúning ásamt kjörnefnd.

Ennfremur er lögð til breyting á 21. gr. laga SI þar sem fjallað er um starfsgreinahópa. Með breytingunni er skilgreind betur umgjörð starfsgreinahópa, þ.e. að þeir starfi eftir samþykktum starfsreglum og að kosin sé stjórn. Er þetta í samræmi við framkvæmd.

Í samræmi við þá lagabreytingu sem gerð var í fyrra þá er félagsmönnum heimilt að gera breytingartillögur við þegar fram komnar tillögur um lagabreytingar, með því að tilkynna stjórn SI þar um eigi síðar en átta dögum fyrir Iðnþing. Þá er stjórninni skylt að upplýsa félagsmenn um slíkar breytingartillögur eigi síðar en fimm dögum fyrir Iðnþing.