Fréttasafn



29. apr. 2020 Almennar fréttir

Aðalfundur SI fer fram á morgun

Aðalfundur Samtaka iðnaðarins, Iðnþing, verður haldinn á morgun fimmtudaginn 30. apríl kl. 10.00–12.00, í fundarsalnum Hyl á 1. hæð í Borgartúni 35. Þar sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnarlæknis, að takmarka samkomur vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur verið lagt bann við því að halda fjölmenna fundi. Í ljósi þess er einungis gert ráð fyrir að starfsmenn fundarins, kjörstjóri, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður mæti á fundinn. Aðrir fundarmenn taka eingöngu þátt með rafrænum hætti í gegnum forritið Zoom. Þess ber að geta að framhaldsaðalfundur verður haldinn í haust og þá fer fram síðari hluti Iðnþings, opið málþing um hagsmunamál iðnaðarins.

Skráning á fundinn á morgun fer fram með þeim hætti að fyrirsvarsmenn allra félagsmanna eiga að hafa fengið sendan tölvupóst með hlekk sem smellt er á til að staðfesta þátttöku á fundinum. 

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við adalfundur@si.is.