Fréttasafn



12. des. 2016 Almennar fréttir

Aðgengilegar upplýsingar um atvinnurekstur á Íslandi

RSK greining er nýr vefur Ríkisskattstjóra þar sem upplýsingar hafa verið gerðar aðgengilegar með myndrænni framsetningu og samanburði á tölulegum upplýsingum úr gagnagrunnum RSK. Á forsíðu vefsins eru nokkrir valdir þættir sem þykja áhugaverðir hverju sinni en einnig er hægt að skoða einstakar atvinnugreinar og einstaklinga. Í upplýsingum um atvinnurekstur er hægt að skoða tölur um fjölda fyrirtækja, rekstrartekjur, rekstrargjöld, hagnað, eignir, skuldir, eigið fé og launagreiðslur, launatengd gjöld og virðisaukaskatt. Hægt er að velja tilteknar atvinnugreinar eða landshluta og bera saman þróun milli ára. Í gagnagrunninum eru upplýsingar frá tímabilinu 1997 til 2015. Í upplýsingunum um einstaklinga er hægt að skoða fjölda skattgreiðenda, laun, lífeyri, fjármagnstekjur, eignir, skuldir, skatta og bætur. Hægt er að greina upplýsingarnar eftir aldri, kyni, hjúskaparstöðu og búsetu og bera þær saman milli ára.

Meðal þess sem hægt er að skoða er fjöldi fyrirtækja skipt eftir landshlutum líkt og myndin sýnir sem tekin er af vef RSK.