Fréttasafn27. okt. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Aðildarfyrirtæki SI taka þátt í sýningunni Stóreldhúsið

Fjöldi aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins taka þátt í sýningunni Stóreldhúsið 2017 sem stendur nú yfir í Laugardalshöll. Sýningin sem er hin glæsilegasta er opin til kl. 17 í dag. 

Sýningin er ætluð starfsfólki og stjórnendum stóreldhúsa. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir hótelum, mötuneytum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. 

Meðal aðildarfyrirtækja SI sem eru að sýna í Laugardalshöllinni eru Norðlenska matborðið, Kjarnafæði, Síld og fiskur, Sláturfélag Suðurlands, Hollt og gott, Urta Islandica, MS, Gæðabakstur/Ömmubakstur, Esja Gæðafæði, KS, Kornax og Ölgerðin.

IMG_3076---Copy

Á Facebook er hægt að skoða myndir frá sýningunni.