Fréttasafn



24. nóv. 2017 Almennar fréttir

Aðventugleði kvenna í iðnaði

Fjölmargar konur mættu í Aðventugleði kvenna í iðnaði sem haldin var á Vox Club í gær. Ánægja var meðal kvennanna að fá tækifæri til að kynnast, spjalla og sýna drifkraftinn sem konur í iðnaði búa yfir. 

Dagskrá boðsins hófst á því að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, flutti ávarp þar sem hún talaði meðal annars um mikilvægi fyrirmynda. Þá sagði Fida Abu Libdeh, frumkvöðull og stofnandi GeoSilicaIceland, sína sögu en hún er fædd í Palestínu og kom hingað til lands sem unglingur. Með mikilli þrautseigju og baráttugleði tókst henni að koma á fót einstakri starfsemi þar sem kísill úr affallsvatni er nýttur til að búa til náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi sem er tilbúið til inntöku og ætlað að bæta heilsu fólks. Hildur Vala, söngkona, og maður hennar, Jón Ólafsson, fluttu tónlistaratriði og Saga Garðarsdóttir, uppistandari, sagði frá eins og henni einni er lagið og vakti mikinn hlátur meðal gestanna.

Fleiri myndir í myndaalbúmi á Facebook.

Konukv-SI-20Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Konukv-SI-28Fida Abu Libdeh,frumkvöðull og stofnandi GeoSilica Iceland.

Konukv-SI-47Hildur Vala og Jón Ólafsson.

Konukv-SI-63Saga Garðarsdóttir, uppistandari.