Aðventugleði kvenna í iðnaði á fimmtudaginn
Nú styttist í Aðventugleði kvenna í iðnaði sem Samtök iðnaðarins bjóða til fimmtudaginn næstkomandi 29. nóvember kl. 17-19 á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Markmiðið er að kynnast, spjalla og sýna drifkraftinn sem konur í iðnaði búa yfir. Allar konur í aðildarfyrirtækjum SI eru boðnar velkomnar.
Hér er hægt að skrá sig.
Fram koma
- Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
- Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og annar af tveimur stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Rosamosa
- Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona
Boðið er upp á léttar veitingar.