Fréttasafn18. nóv. 2019 Almennar fréttir

Aðventugleði kvenna í iðnaði á fimmtudaginn

Nú styttist í Aðventugleði kvenna í iðnaði sem haldin verður næstkomandi fimmtudag 21. nóvember kl. 17.00 á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Þar er ætlunin að eiga góða stund með áhugaverðum frummælendum, ljúfri tónlist og léttum veitingum. Markmiðið er að kynnast, spjalla og sýna drifkraftinn sem konur í iðnaði búa yfir. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Adventugledi_dagskra

Fram koma

  • Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Guðrún Marteinsdóttir, prófessor og stofnandi Taramar
  • Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leikkona og söngkona

Allar konur í aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins eru velkomnar og er óskað eftir skráningu.

Hér er hægt að skrá sig. 

Bodskort_Adventugledi_2019