Ætlar að nýta árið til að hafa áhrif í þágu hagsmuna Íslands
„Þetta snýr meðal annars að framkvæmd og virkni EES- samningsins og löggjöf sem innleidd er inn í EES-samninginn frá Evrópusambandinu, áður en hún kemur til kasta Alþingis“ segir Sigríður Mogensen sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI og formaður ráðgjafanefndar EFTA, í samtali við Viðskiptablaðið um störf nefndarinnar og íþyngjandi regluverk. Hún segir í viðtalinu að mikil tækifæri felist í þátttöku Íslands í nefndinni og að hún vilji nýta þau betur, sér í lagi í tengslum við hagsmunagæslu gagnvart regluverki ESB og að verja samkeppnishæfni Íslands. „Íslenskt atvinnulíf gegnir formennsku í nefndinni á átta ára fresti þannig að það skiptir máli að nýta þetta ár til þess að hafa áhrif í þágu hagsmuna Íslands en einnig til að hafa áhrif innan EFTA samstarfsins enda EFTA ríkin með mjög sameiginlega hagsmuni,“ segir Sigríður.
Í Viðskiptablaðinu kemur fram að forgangsmál nefndarinnar séu ákveðin á hverju hausti fyrir komandi ár og að Sigríður hafi tekið þátt í að móta þau síðastliðið haust. „Markmið nefndarinnar í ár er að hafa með markvissum hætti áhrif á áherslu og stefnumál innan EFTA og EES á sviðum sem hafa áhrif á atvinnulíf og vinnumarkað.“
Viðskiptablaðið, 31. janúar 2024.
Viðskiptablaðið, 4. febrúar 2024.