Fréttasafn



11. okt. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Klæðskera og kjólameistarafélagið

Afhending á sveinsbréfi í klæðskera- og kjólasaum

Afhending sveinsbréfa í klæðskera- og kjólasaum fór fram við hátíðlega athöfn fyrir skömmu í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni. Það voru átta nemendur sem luku sveinsprófi að þessu sinni. Klæskera- og kjólameistarafélagið hefur þann tilgang að efla samvinnu félagsmanna, stuðla að símenntun í greininni og tryggja árangur þeirra á markaði. 

Sveinsbref-2021Á myndinni eru talið frá vinstri Sigrún K. Lyngmo, klæðskeri og kennari, Hugrún Ósk Þráinsdóttir, Telma Dögg Björnsdóttir, Hafrún Harðardóttir og Helga Rún Pálsdóttir, formaður sveinsprófsnefndar.

Sveinsbref-2021-2-Á myndinni eru talið frá vinstri, Auður Þórisdóttir, formaður sveinsprófsnefndar, Vigdís Brandsdóttir, Ólöf Arna Gunnarsdóttir, Jón Albert Méndez, Elizabeth Katrín Mason og Gerður Bjarnadóttir, kjólameistari og kennari. Á myndina vantar Elínu Pálsdóttur sem einnig lauk sveinsprófi.