Fréttasafn20. maí 2016

Afhending á sveinsbréfum

Afhending á sveinsbréfum fór fram fyrir skömmu þegar Málmur- samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði , VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og IÐAN fræðslusetur stóðu sameiginlega að afhendingu sveinsbréfa. Afhendingin fór fram í húsnæði Samtaka iðnaðarins að Borgartúni 35. Alls voru 24 sveinsbréf í vélvirkjun og rennismíð afhent auk þess sem allir sveinar fengu gjafabréf frá IÐUNNI fræðslusetri. Til máls tóku Brynjar Halldórsson formaður Málms, Guðmundur Ragnarsson formaður VM og Kristján Kristjánsson sviðsstjóri á málmtæknisviði IÐUNNAR. Brynjar og Guðmundur töluðu meðal annars báðir um mikilvægi þess að stéttarfélög og atvinnurekendur standi sameiginlega að eflingu iðngreina hér á landi og menntamála sem að þeim greinum snúa. 

Rúnar Gregory Muccio hlaut í ár viðurkenningu frá Málmi og VM fyrir frammúrskarandi árangur í sveinsprófi í rennismíði.