Fréttasafn17. nóv. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Afhending sveinsbréfa í húsasmíði og vélvirkjun á Austurlandi

Afhending sveinsbréfa í húsasmíði og vélvirkjun fór fram við hátíðlega athöfn á Hótel Hildebrand í Neskaupsstað. Þetta er í fyrsta skipti sem afhending sveinsbréfa fer fram á Austurlandi. Það eru 13 sem luku sveinsprófum í húsasmíði og 6 sem luku sveinsprófum í vélvirkjun frá Verkmenntaskóla Austurlands.

Þess má geta að mæðgin fengu afhent sveinsbréf í húsasmíði, móðir og tveir synir, þau Barbara Valerie Kresfelder, Kári Kresfelder Haraldsson og Týr Kresfelder Haraldsson. 

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Marino Stefánsson afhentu sveinsbréfin fyrir hönd Iðunnar en Marino var prófdómari í sveinsprófunum og Hulda Birna er varaformaður stjórnar Iðunnar og verkefnastjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum Iðnaðarins.

3_1700215774699Hafliði Hinriksson kennari málm- og véltæknigreinar, Eyþór Halldórsson deildarstjóri byggingaiðndeildar, Arnar Guðmundsson deildarstjóri málm- og véltæknigreinar, Eydís Ásbjörnsdóttir skólameistari,  Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir hjá SI og Magnús Helgason framkvæmdastjóri Launafls.

2_1700215791441Eydís Ásbjörnsdóttir og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir í Verkmenntaskóla Austurlands.