Fréttasafn18. sep. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Áforma að framleiða ammoníak á Íslandi

Aðildarfyrirtæki SI, Qair Ísland og Atmonia, hafa undirritað viljayfirlýsingar um áform fyrirtækjanna tveggja að setja á laggirnar tilraunaverkefni er lýtur að umhverfisvænni ammoníakframleiðslu á Íslandi með nýrri tækni Atmonia. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Í fréttinni segir að samstarfið feli í sér að Atmonia muni útvega frumgerð af tækni sinni til framleiðslu á sjálfbæru ammoníaki og verði framleiðslustöðin staðsett við nýju vetnisvinnslustöð Qair á Grundartanga sem verið sé að þróa. Þá segir að Qair muni útvega sjálfbært rafmagn, vatn og önnur hráefni sem þurfi í ferlið. Gert sé ráð fyrir að framleiðsla verði komin í gang árið 2028 og verður verkefnið í sameiginlegri eigu Qair og Atmonia. 

Morgunblaðið, 15. september 2023.

Morgunbladid-15-09-2023_2

Forsvarsmenn fyrirtækjanna, Guðbjörg Rist Jónsdóttir framkvæmdastjóri Atmonia og Tryggvi Þór Herbertsson stjórnarformaður Qair, tóku þátt í Iðnþingi SI í mars þar sem myndirnar hér fyrir ofan eru teknar.