Fréttasafn21. jún. 2018

AGUSTAV hlýtur styrk úr Hönnunarsjóði

AGUASTAV sem er eitt af aðildarfyrirtækjum SI hlaut styrk úr Hönnunarsjóði að upphæð 2 milljónir króna. Aðrir sem hlutu tvær milljónir í styrk voru Hlín Reykdal og Marcos Zotes. Það voru 86 umsóknir sem bárust sjóðnum um hátt í 150 milljónir króna en 16 verkefni voru styrkt um 22 milljónir króna. Einnig voru veittir 15 ferðastyrkir samtals að upphæð 1,5 milljónir króna. Samtals voru því veittir styrkir að upphæð 23,5 milljónir króna. 

Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 50 milljónir króna og fer Hönnunarmiðstöð Íslands með umsýslu sjóðsins.

Honnunarsjodur

Afhending styrkjanna fór fram á aðalfundi Hönnunarmiðstöðvar Íslands í Norræna húsinu að viðstöddum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.