Fréttasafn



4. maí 2021 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Áhrif átaksins Allir vinna á byggingarvísitölu

Mannvirki - félag verktaka og Samtök iðnaðarins boða til opins félagsfundar meðal félagsmanna á mannvirkjasviði SI. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 6. maí kl. 11.00-12.00 og verður rafrænn. Skráðir þátttakendur fá sendan hlekk á fundinn. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Tilefni fundarins er fyrirhugað dómsmál vegna lækkunar á byggingarvísitölunni sem kom til vegna hækkunar á endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% upp í 100% en Allir vinna átakið svokallaða er liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldursins.

Stjórn Mannvirkis og SI hafa frá því að vísitalan lækkaði vegna átaksins unnið að því að fá verkkaupa til að endurskoða þá samninga sem í gildi voru út frá ákvæðum í ÍST:30 en nú hefur verið ákveðið að vísa þeim ágreiningi til dómstóla.

Á sama tíma hefur vinna átt sér stað við að gera breytingar á grunni byggingarvísitölunnar til framtíðar og mun sú breyting taka gildi um næstu áramót. Mikilvægt er að félagsmenn séu upplýstir um þá breytingu.

Dagskrá

  • Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI – Ferill málsins og lögfræðileg álitarefni
  • Hjördís Halldórsdóttir, hrl. hjá Logos - Fyrirhugað dómsmál og möguleg aðkoma félagsmanna SI
  • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI - Fyrirhugaðar breytingar á byggingarvísitölunni og gildistaka nýrra laga