Fréttasafn11. des. 2020

Áhrif BREXIT á viðskipti með vörur sem falla undir efnalög

Umhverfisstofnun hefur tekið saman yfirlit yfir áhrifin af BREXIT á viðskipti með vörur sem falla undir efnalög en 31. desember næstkomandi lýkur aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr ESB sem gerir það að verkum að landið fær stöðu þriðja ríkis gagnvart ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu frá 1. janúar 2021.

Á vef Umhverfisstofnunar er að finna samantekt á hver áhrifin af því verða í helstu málaflokkum sem falla undir efnalög: 

 • Efnavörur almennt
 • Eldsneyti
 • Flokkun og merking efna og efnablandna
 • Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir (F-gös)
 • Kvikasilfur – Minamata
 • Ósoneyðandi efni
 • Plöntuverndarvörur
 • REACH reglugerðin
 • Rokgjörn lífræn efni
 • Snyrtivörur
 • Sæfivörur
 • Þrávirk lífræn efni
 • Þvotta- og hreinsiefni