Fréttasafn8. jún. 2022 Almennar fréttir Menntun

Áhugi á nýju fyrirkomulagi vinnustaðanáms iðnnema

Mikill áhugi var á rafrænum fundi Samtaka iðnaðarins, Nemastofu atvinnulífsins og Menntamálastofnunar þar sem kynnt var nýtt fyrirkomulag á vinnustaðanámi iðnnema en hátt í 60 manns sátu fundinn. Tilgangur fundarins var að fara yfir breytt fyrirkomulag vinnustaðanámsins en ein helsta breytingin er að framhaldsskólar sjá nú um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga fyrir iðnnema. Fyrirtæki sækja um skráningu hjá Menntamálastofnun fyrir nemaleyfi. Listi yfir fyrirtæki sem uppfylla skilyrði fyrir nematöku er kynntur á Birtingaskrá Menntamálastofnunar. Rafræn ferilbók fylgir nemum í vinnustaðanámi.

Á fundinum fór Kristján Óskarsson frá Menntamálastofnun yfir hvernig umsókn um nemaleyfi er gerð og birtingaskrána auk þess fór Kristján yfir atriði sem þarf að hafa í huga við skráninguna. Einnig fór Ólafur Jónsson frá Nemastofu atvinnulífsins yfir verkefni og tilgang Nemastofu og kynnti verkefnið Fjölgum faglærðum á vinnumarkaði þar sem kom meðal annars fram að markviss samvinna iðnfyrirtækja og framhaldsskóla muni skapa aukin tækifæri til að fjölga iðnlærðum í atvinnulífinu.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.