Fréttasafn



5. sep. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun

Alcoa Fjarðaál efnir til ráðstefnu um mannauðsstjórnun

Alcoa Fjarðaál fagnar tíu ára afmæli með því að bjóða til opinnar ráðstefnu um mannauðsstjórnun föstudaginn 15. september í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ráðstefnan hefst með skráningu kl. 8.30 og lýkur kl. 16.00. Fjarðaál býður upp á kaffiveitingar, hádegisverð og léttar veitingar í ráðstefnulok. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Hér er hægt að skrá sig. Viðburðurinn er einnig á Facebook undir heitinu Mannauðsstjórnun okkar á milli.

Á ráðstefnunni eru fjölmörg erindi þar sem meðal annars verður fjallað um stefnumiðaða mannauðsstjórnun, árangurs- og frammistöðustjórnun, vinnustaðagreiningar, lykilþætti helgunar, árangursríka endurgjöf og styrkleikamiðaða nálgun, menntun og menningu, liðsvinnu, svefn og heilsu og sáttar- og atferlismeðferð. Á eftir hverju erindi gefst fundargestum færi á að spyrja fyrirlesara, ræða málin sín á milli og fá sér hressingu. Í lokin verða pallborðsumræður.