Fréttasafn



16. maí 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Álfyrirtækin í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum

„Álfyrirtæki hafa verið í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum á Íslandi,“ sagði Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins í erindi sem hún flutti á Ársfundi Samáls sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu í síðustu viku. Í erindi Bryndísar sem bar yfirskriftina Leiðin að minni losun kom meðal annars fram að verkfæri eins og umhverfisstjórnun og öryggisstjórnun hafi fyrst verið innleidd hjá álfyrirtækjum. Önnur fyrirtæki hafi lært mikið af þeim og þekking færst yfir á aðra geira. „Við sem vinnum með umhverfis- og öryggismál skynjum einlægan ásetning hjá stjórnendum þessara fyrirtækja að gera vel,“ sagði Bryndís. 

Fram kom í máli hennar að losun á hvert framleitt tonn hafi dregist verulega saman á undanförnum árum og áratugum og þar hefðu álverin tekið forystu á heimsvísu.

Hér má sjá erindi Bryndísar:

https://www.youtube.com/watch?v=q7rW0AkoQs8&list=PLrz2l-L21cuVkl6L1ivm8PperXwy_sgn3&index=5

Nánar um Ársfund Samáls