Fréttasafn25. jún. 2019 Almennar fréttir Menntun

Allir sem vilja í iðnnám komast ekki að

Ég vil trúa því að þetta sé jaðartilfelli. Þarna erum við að tala um rafvirkjun og þar hefur orðið algjör sprenging í umsóknum. Það eru ákveðin mörg pláss í hverri iðngrein og þegar fleiri sækja um er verið að hleypa þeim yngri í forgang og þeir sem eru eldri og jafnvel búnir með annað nám fara því miður aftast í röðina og þetta á við um alla framhaldsskólana. Þetta kemur meðal annars fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns SI, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þegar hún er spurð hverju það sæti að ungur maður komist ekki að í iðnnámi og gefin sú skýring að hann sé 28 ára of gamall í ljósi þess að það sé talað um að það vanti fleiri nemendur í iðnnám og það sé skortur á fólki með slíka menntun. Guðrún segir úrræði fyrir þá sem eldri eru og hafa starfað við iðnina að fara í raunfærnimat sem yngri einstaklingar geti ekki farið í.

Þegar Guðrún er spurð hvernig standi á því að plássin fyrir tilteknar iðngreinar séu ekki fleiri en raun ber vitni segir hún að í náminu þurfi sérhæfðan tækjabúnað og sérfræðinga í iðngreinum hringinn í kringum landið og það hafi ekki verið hægt í mörgum tilvikum að halda uppi fullri kennslu fyrir 2 eða 4 nemendur. Hún ítrekaði í viðtalinu að henni þætti það miður að ekki sé hægt að mennta alla þá sem vilja og menntamálaráðherra og yfirmenn menntamála á íslandi þurfi að horfa til þess að setja meira fjármagn og hefja iðnnámið upp á hærra plan og þurfum yfirfyllast af yngra fólki, við getum ekki menntað alla þá sem vilja og það þykir mér miður

Á vef Bylgjunnar er hægt að hlusta á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni.