Fréttasafn



22. sep. 2020 Almennar fréttir

Almenn skilyrði til rekstrar séu með því besta

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, ræddi við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni síðastliðinn sunnudag um stöðuna í efnahagslífinu og leiðina fram á við. Þar segir Sigurður meðal annars að ríkið þurfi að móta almenna umgjörð, markmiðið hljóti að vera það að almenn skilyrði til rekstrar séu með því besta sem á verður kosið. „Þannig auðvitað er það markaðurinn sem velur sigurvegarana, velur hvað dafnar.“

Hann segir mörg tækifæri vera framundan og að á Iðnþing SI hafi til dæmis komið fram í máli Sesselju Ómarsdóttur sem er ein af stjórnendum Alvotech, lyfjafyrirtækisins í Vatnsmýrinni, að ef áætlanir fyrirtækisins gangi eftir þá munu útflutningstekjur á vegum þess eina félags nema milljarði dollara sem séu um 5% af landsframleiðslu Ísland og 20% af útflutningstekjum hjá einu fyrirtæki. „Þetta sýnir okkur náttúrulega að þetta er mögulegt. Ef þetta gengur eftir þá verður kannski fjórða stoðin fest í sessi.“

Sigurður segir þetta sannarlega vera hægt. „En stjórnvöld þurfa að vinna að umbótum, t.d. þegar koma inn nýjar greinar eða ný tækni þá er ekki alveg sjálfgefið að regluverkið geri ráð fyrir því. Við sjáum það til dæmis eins og í raforkurmálum. Þar eru bara tveir flokkar, annars vegar almennir notendur og hins vegar stórnotendur. Fyrirtæki sem eru kannski stórir almennir notendur en ná ekki að vera stórnotendur þau geta átt erfitt uppdráttar út af kostnaðar meðan þau eru að vaxa. Þetta er vegna þess að regluverkið gerir bara ráð fyrir að annað hvort eru álver eða bakari, ekkert þar á milli.“

Sigurður segir þetta vera það sem samtökin erum til dæmis að tala um þegar kemur að því hvað ríkið getur gert. „Með þessum umbótum þá þarf að gera ráð fyrir líka þessum nýja iðnaði sem er að verða til, það þarf ekki endilega að fela í sér fjárútlát fyrir hið opinbera. Þannig er gata þessa iðnaðar greidd.“

Á vef Vísis er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð, 20. september 2020.

Á vef Vísis er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.