Fréttasafn10. maí 2019 Almennar fréttir Menntun

Alþjóðaskólinn á Íslandi fagnar 15 ára afmæli

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, var viðstödd þegar Alþjóðaskólinn á Íslandi fagnaði 15 ára afmæli en skólinn var stofnaður 2004. Á myndinni eru auk Guðrúnar, talið frá vinstri, Berta Faber, fagstjóri skólans, Jill Esposito, starfandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, og Hanna Hilmarsdóttir, skólastjóri.

Frá upphafi hefur skólinn verið frumkvöðull í alþjóðlegri grunnskólamenntun á Íslandi. Samtök iðnaðarins hafa oft vakið athygli á mikilvægi þess að alþjóðlegur skóli sé með starfsemi hér á landi þar sem mörg af fyrirtækjum SI þurfa á erlendum sérfræðingum að halda í sérhæfð verkefni. Í mörgum tilvikum greiðir það fyrir að laða erlenda starfsmenn hingað til lands ef fjölskyldan hefur aðgang að alþjóðlegum námsbrautum. Alþjóðaskólinn býður upp á tvítyngda námsbraut og enska námsbraut. Nemendum á tvítyngdu námsbrautinni er kennt á íslensku og ensku.