Alþjóðaviðskipti á óvissutímum á ársfundi Íslandsstofu
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, tekur þátt í pallborðsumræðum um stöðu og horfur í alþjóðaviðskiptum á ársfundi Íslandsstofu sem fer fram fimmtudaginn 27. mars kl. 15.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift fundarins er „Alþjóðaviðskipti á óvissutímum".
Dagskrá
- Ávarp formanns - Hildur Árnadóttir, formaður stjórnar Íslandsstofu.
- Ávarp ráðherra - Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
- Alþjóðaviðskipti Íslands og ímynd á erlendum mörkuðum - Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
- Pallborðsumræður: Staða og horfur í alþjóðaviðskiptum Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarformaður Icelandair, Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Amoraq Minerals, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, alþingismaður
- Stjórnandi umræðna er Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.