Fréttasafn5. sep. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Alþjóðleg ráðstefna um tæringar í málmum

IÐAN fræðslusetur og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um tæringar í málmum í Vatnagörðum 20 fimmtudaginn 19. september kl. 9. Á ráðstefnunni bera sérfræðingar saman bækur sínar og fjalla um bestu leiðir til þess að verjast og vinna með tæringu í málmum. Tekin verða raunhæf dæmi úr hinum ýmsu atvinnugreinum og greint frá vandamálum og lausnum er varða tæringu. 

Ráðstefnan fer fram á ensku. Skráning fer fram á vef IÐUNNAR.

Dagskrá

  • 9:00-9:30 Morgunkaffi og opnun ráðstefnunnar
  • 9:30 - 12:00 Almennt um tæringu þó sérstaklega verður rætt um tæringu í gufuaflsvirkjunum. Viðhald og viðgerðir á tærðum flötum.
  • 12:00-13:00 Hádegismatur
  • 13:20-15:00 Tæring í gufuaflsvirkjunum
  • 15:00-15:20 Kaffi
  • 14:10-15:00 Session 4: Case studies
  • 15:20-16:00 Umræður
  • 18:30-21:00 Kvöldverður (fyrir þá sem skrá sig sérstaklega)