11. feb. 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi

Ár grænnar iðnbyltingar hvatning til aðgerða í loftslagsmálum

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrði dagskrá þegar Ári grænnar iðnbyltingar var ýtt úr vör í starfsstöð Carbfix á Hellisheiði. Hann greindi meðal annars frá tilgangi þess að Samtök iðnaðarins tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu en með ári grænnar iðnbyltingar vilja samtökin hvetja til aðgerða á sviði loftslagsmála.

Í tilefni ársins var útbúið nýtt myndmerki sem frumsýnt var á viðburðinum. Sigurður sagði um myndmerkið að þar væri notast við laufblaðið sem sé alþjóðleg táknmynd grænna umbreytinga. Mismunandi stærð blaðanna vísi til fjölbreytni í iðnaði og hvernig fyrirtæki af öllum stærðum taki þátt í þessu mikilvæga verkefni. Grænu punktarnir sem mynda Ísland tákni almenna vitundarvakningu sem nú eigi sér stað og sé nauðsynleg til að við getum öll lagst á eitt; atvinnulífið, stjórnvöld og almenningur, til að brýn úrlausnarefni í loftslagsmálum nái fram að ganga og Ísland skipi sér í fremstu röð á þessu sviði.

Facebook-Haus2_1644585789786

 

Si_hellisheidarvirkjun-24

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.