Fréttasafn



21. des. 2017 Almennar fréttir

Ár umbreytinga hjá Samtökum iðnaðarins

Í jólakveðju Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns SI, kemur fram að liðið ár hafi verið mikið umbreytingaár hjá samtökunum þar sem breytingar sem gerðar hafa verið miði að því að efla samtökin, auka sýnileika, veita félagsmönnum enn betri þjónustu og gera þau að því hreyfiafli sem stærstu og öflugust samtök  atvinnurekenda á Íslandi eigi sannarlega að vera. Hún segir í kveðju sinni að starf SI hafi verið öflugt á árinu sem hafi orðið til þess að mörg málefni sem samtökin vildu vekja athygli á fengu verðskuldað umtal stjórnmálamanna sem og annarra í samfélaginu. „Við erum einnig ánægð með að mörg áhersluatriði okkar rötuðu inn í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, ekki síst þau málefni sem varða samkeppnishæfni Íslands eins og uppbygging innviða, sókn í menntamálum og rík áhersla nýrrar ríkisstjórnar á nýsköpun. Af einstökum málum er ánægjulegt að sjá að afnema á þök á endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar og áherslu ríkisstjórnarinnar á eflingu iðn-, verk- og tæknináms á Íslandi. Það gagnast ekki eingöngu félagsmönnum SI heldur samfélaginu í heild sinni.“

Hér er hægt að lesa jólakveðju formanns SI í heild sinni.