Fréttasafn



11. apr. 2018 Almennar fréttir

Ársfundur atvinnulífsins hluti af 100 ára dagskrá

Ársfundur atvinnulífsins 2018 sem fer fram næstkomandi mánudag 16. apríl í Hörpu kl. 14.00-15.30 er hluti af 100 ára dagskrá afmælisárs fullveldisins. Yfirskrift fundarins er Framfarir í hundrað ár en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember 1918. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Á fundinum flytja ávörp Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og dr. Eamonn Butler, framkvæmdastjóri Adam Smith-stofnunarinnar í London.

Boðið verður upp á tímaflakk þegar hópur stjórnenda fer í ferðalag um söguna, það sem hefur áunnist á hundrað árum og framtíðina; Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, Orri Hauksson, forstjóri Símans, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Anna Svava Knútsdóttir, eigandi ísbúðarinnar Valdís ásamt Stefáni Pálssyni sagnfræðingi.

Halldór Baldursson mun teikna skopmynd morgundagsins á staðnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stýrir fundinum. Að loknum fundi fer fram netagerð með tónlist og tilheyrandi. 

Halldor-fundarstjori