7. apr. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Ársfundur Íslandsstofu

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, var fundarstjóri á ársfundi Íslandsstofu sem fór fram í Grósku fyrir skömmu. Á fundinum var farið yfir starfsemi Íslandsstofu á liðnu ári og markaðsáherslur framundan. Einnig var gerð grein fyrir stöðu útflutnings og einstakra útflutningsgreina. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ávarpaði fundinn. Gestafyrirlesari á fundinum var Lenny Stern frá auglýsingastofunni M&C Saatchi sem sér um markaðsherferðir Ísland – Saman í sókn.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, og Lenny Stern frá M&C Saatchi.

Arsfundur-IslandsstofuFundurinn fór fram í Grósku.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.