• Eve online

4. apr. 2016 Iðnaður og hugverk

Ársfundur leikjaframleiðenda, IGI – Icelandic Game Industry

 Um 95% af tekjum leikjaframleiðenda koma erlendis frá.Fjölmiðlar velkomnir að sjá það nýjasta í leikjaiðnaðinum á ársfundi leikjaframleiðenda

Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi á árabilinu 2008-2015 er 67, 8 milljarðar króna og hefur meðalvöxtur iðnaðarins verið 18% á ári. Um 95% af tekjum leikjaframleiðenda koma erlendis frá. Tekjur ríkissjóðs af starfsemi fyrirtækja í þessum iðnaði á árabilinu 2008-2013 þegar velta var 46,3 milljarðar króna voru 6,6 milljarðar króna í formi staðgreiðslu starfsmanna, tryggingargjalds og tekjuskatts af hagnaði fyrirtækjanna.   

Ársfundur leikjaframleiðenda, IGI – Icelandic Game Industry, verður haldinn á morgun þriðjudag 5. apríl á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica kl. 16.00-18.00.

Á fundinum flytja eftirtaldir erindi:
Kl. 16.15 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP og formaður IGI, ræðir tækifærin í leikjaiðnaði.
Kl. 16.35 Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games, ræðir áhugaverð tímamót og stefnubreytingar hjá fyrirtækinu.
Kl. 16.50 Kjartan Emilsson, forstjóri Sólfars, gefur innsýn í veruleika fyrirtækisins.
Kl. 17.05 David James Thue, leikjaforritunarkennari í Háskólanum í Reykjavík, segir frá nýjum verkefnum.

Að erindum loknum munu leikjaframleiðendur sýna það nýjasta sem er að gerast í leikjaiðnaðinum á Íslandi. Auk þess sýna nemendur úr Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík hvað þeir eru að vinna að í sýndarveruleika.

Leikjaframleiðendur í IGI eru: CCP, Plain Vanilla Games, Radiant Games, Lumenox, Solid Clouds Games, Rosamosi, Skema, Novomatic, Convex, Locatify, Ymir Mobile, Mystack, Jivaro.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.