Fréttasafn  • Eve online

4. apr. 2016 Iðnaður og hugverk

Ársfundur leikjaframleiðenda, IGI – Icelandic Game Industry

 Um 95% af tekjum leikjaframleiðenda koma erlendis frá.Fjölmiðlar velkomnir að sjá það nýjasta í leikjaiðnaðinum á ársfundi leikjaframleiðenda

Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi á árabilinu 2008-2015 er 67, 8 milljarðar króna og hefur meðalvöxtur iðnaðarins verið 18% á ári. Um 95% af tekjum leikjaframleiðenda koma erlendis frá. Tekjur ríkissjóðs af starfsemi fyrirtækja í þessum iðnaði á árabilinu 2008-2013 þegar velta var 46,3 milljarðar króna voru 6,6 milljarðar króna í formi staðgreiðslu starfsmanna, tryggingargjalds og tekjuskatts af hagnaði fyrirtækjanna.   

Ársfundur leikjaframleiðenda, IGI – Icelandic Game Industry, verður haldinn á morgun þriðjudag 5. apríl á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica kl. 16.00-18.00.

Á fundinum flytja eftirtaldir erindi:
Kl. 16.15 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP og formaður IGI, ræðir tækifærin í leikjaiðnaði.
Kl. 16.35 Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla Games, ræðir áhugaverð tímamót og stefnubreytingar hjá fyrirtækinu.
Kl. 16.50 Kjartan Emilsson, forstjóri Sólfars, gefur innsýn í veruleika fyrirtækisins.
Kl. 17.05 David James Thue, leikjaforritunarkennari í Háskólanum í Reykjavík, segir frá nýjum verkefnum.

Að erindum loknum munu leikjaframleiðendur sýna það nýjasta sem er að gerast í leikjaiðnaðinum á Íslandi. Auk þess sýna nemendur úr Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík hvað þeir eru að vinna að í sýndarveruleika.

Leikjaframleiðendur í IGI eru: CCP, Plain Vanilla Games, Radiant Games, Lumenox, Solid Clouds Games, Rosamosi, Skema, Novomatic, Convex, Locatify, Ymir Mobile, Mystack, Jivaro.