Fréttasafn



5. maí 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Ársfundur Samáls í næstu viku í Kaldalóni í Hörpu

„Málmurinn sem á ótal líf“ er yfirskrift ársfundar Samáls sem haldinn verður 11. maí í Kaldalóni í Hörpu. Fjallað verður um mikilvægi áliðnaðarins fyrir efnahagslífið á Íslandi og umfang endurvinnslu á áli í hnattrænu samhengi.

Fundurinn hefst með morgunverði kl. 8.00 og dagskráin byrjar 8.30. Rannveig Rist stjórnarformaður Samáls fjallar um stöðu og horfur áliðnaðar á Íslandi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra flytur ávarp. Einnig flytja erindi Erna Gísladóttir forstjóri BL, Ron Knapp framkvæmdastjóri World Aluminium, Bryndís Skúladóttir sviðsstjóri framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins, Kolbeinn Björnsson hjá Mink Campers og lokaorðið á Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls.

Samhliða ársfundinum verður sýning á Jagúar, en ál hefur löngum verið í öndvegi við framleiðslu þeirra bíla og hóf BL nýverið sölu á þeim. Þá verður Minkurinn til sýnis, smáhjólhýsi sem er íslensk hönnun og til stendur að framleiða úr áli. Boðið verður upp á morgunverð og að fundi loknum verða kaffiveitingar.

Skráning á fundinn: http://www.samal.is/is/skraning-a-arsfund-samals-2017