Fréttasafn13. des. 2016 Iðnaður og hugverk

Ársfundur Úrvinnslusjóðs á fimmtudaginn

Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn á fimmtudaginn 15. desember á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.30. Úrvinnslusjóður sér um umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds, með það að markmiði að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnýtingu úrgangs og endanlegrar förgunar spilliefna. Dagskrá ársfundarins:

  • Formaður stjórnar setur fundinn
  • Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Ávarp formanns stjórnar Úrvinnslusjóðs
  • Ársreikningur 2015 og starfssemi
  • Hringrænt hagkerfi - Helmut Schmitz Der GrunePunkt DSD
  • Umræður

Nánar um Úrvinnslusjóð.