Fréttasafn21. mar. 2017 Almennar fréttir

Árshóf SI í Hörpu vel heppnað

Fjölmennt var á Árshófi SI sem var að þessu sinni haldið í Hörpu. Vel þótti takast til með hófið. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, tóku á móti gestum. Í hófinu var boðið upp á skemmtiatriði og dansleik með hljómsveit. Sólmundur Hólm var veislustjóri. Á Facebook eru birtar myndir sem Odd Stefán ljósmyndari tók af gestum hófsins.