Fréttasafn15. des. 2016 Iðnaður og hugverk

Ásgrímur Þór Ásgrímsson kosinn nýr formaður bólstrara

Meistarafélag bólstrara hélt aðalfund sinn í vikunni í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum flutti Þór Pálsson, aðstoðarskólastjóri Tækniskólans, erindi um tillögur skólans varðandi nám í bólstrun og hugsanlegt samstarf við Skive Tekniske Skole í Danmörku. 

Að erindinu loknu var gengið til aðalfundarstarfa. Ásgrímur Þór Ásgrímsson hjá Bólstrun Ásgríms Þ. Ásgrímssonar, var kosinn formaður félagsins. Fráfarandi formanni, Lofti Þór Péturssyni, voru þökkuð góð störf í þágu félagsins. Þess má geta að Meistarafélag bólstrara á sér langa sögu en félagið var stofnað árið 1928.