Fréttasafn



1. apr. 2020 Almennar fréttir

ASÍ hafnar málaleitan SA um lækkun mótframlags í lífeyrissjóði

ASÍ hefur hafnað málaleitan Samtaka atvinnulífsins um að leita leiða til að draga tímabundið úr launakostnaði fyrirtækja. Á vef SA segir að eftir óformlegar viðræður um skeið og formlegt erindi SA til samninganefndar ASÍ 30. mars hafi nú borist það afdráttarlausa svar að verkalýðshreyfingin ljái ekki máls á tímabundinni lækkun launakostnaðar. Í gær höfðu yfir 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun og ríflega helmingur þeirra miðar við 25% starfshlutfall hjá atvinnurekanda, sem hefur í mörgum tilvikum tímabundið hætt sinni starfsemi. Niðurstaða ASÍ veldur SA miklum vonbrigðum. Launahækkunin 1. apríl stuðlar að fleiri uppsögnum starfsfólks en annars hefði orðið. Tímabundin lækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði úr 11,5% í 8% hefði mildað verulega höggið sem fyrirtækin verða fyrir vegna launahækkunarinnar ofan á gjörbreytta efnahagsstöðu en í svari samninganefndar ASÍ er þeirri leið hafnað. 

Á vef SA er hægt að nálgast frekari upplýsingar.