Fréttasafn



12. nóv. 2021 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Askur er nýr mannvirkjarannsóknarsjóður

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, hefur auglýst í fyrsta sinn eftir umsóknum um styrki úr mannvirkjarannsóknarsjóðnum Aski. Styrkirnir eru veittir til rannsókna- og þróunarverkefna á sviði mannvirkjamála. Heildarfjárhæð til úthlutunar vegna umsókna á árinu 2021 er 95 milljónir króna. Hver einstakur styrkur sem sótt er um skal ekki nema hærri fjárhæð en 19 milljónir króna og ekki meira en 70% kostnaðaráætlunar viðkomandi verkefnis. Bæði lögráða einstaklingar og lögaðilar geta sótt um.

Umsóknarfrestur er til og með 9. desember næstkomandi. Á vef HMS er hægt að nálgast rafræna styrktarumsókn og nánari upplýsingar um úthlutunina og starfsemi sjóðsins.

Við úthlutun sjóðsins fyrir árið 2021 er lögð áhersla á:

  • Raka- og mygluskemmdir
  • Byggingarefni
  • Orkunýtingu og losun gróðurhúsalofttegunda
  • Tækninýjungar
  • Gæði og ólík form íbúðarhúsnæðis

Opinn rafrænn kynningarfundur

HMS stendur fyrir opnum rafrænum kynningarfundi fyrir þau sem hafa áhuga á sækja um í sjóðinn. Fundurinn er haldinn 18. nóvember kl. 12-12.50 á Teams. Hér er hægt að nálgast Teams-hlekkinn.

Á vef HMS er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Ask og fundinn. 

Hms_Askur