Askur styrkir 34 verkefni í mannvirkjarannsóknum
Askur – mannvirkjarannsóknasjóður styrkir 34 verkefni til nýsköpunar- og mannvirkjarannsókna um alls 101,5 milljón krónur í ár. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhendu styrkina síðastliðinn föstudag. Á vef HMS kemur fram að ríflega helmingur styrkþega er með rætur í atvinnulífinu og fimmtungur í háskólunum. Það eru 17 verkefni sem hljóta styrki fyrir rannsóknir á vistvænum byggingarefnum, en önnur styrkt verkefni snúa að tækninýjungum og gæðum í mannvirkjagerð, auk rannsókna á rakaskemmdum og myglu og bættri orkunotkun mannvirkja.
Á vef HMS er hægt að nálgast frekari upplýsingar um styrkina.