Fréttasafn30. maí 2023 Almennar fréttir Menntun

Átak til að hvetja stráka til að sækja um háskólanám

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur í ljósi þess að enn lægra hlutfall stráka hyggst skrá sig í háskólanám í haust miðað við fyrri ár staðið fyrir átaki þar sem strákar eru sérstaklega hvattir til að sækja um í háskólanámi áður en umsóknarfrestur rennur út 5. júní nk. Átakið er til viðbótar við markaðssetningu háskólanna sjálfra og beinist að öllum, óháð námsvali og háskólum en um er að ræða sjö háskóla; Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands. 

Í átaki ráðuneytisins er lögð áhersla á að heimurinn stækki við að fara í háskóla og að með háskólanámi fjölgi tækifærum til fjölbreyttari starfa í samfélaginu. Á vef ráðuneytisins kemur fram að til að ná þessum markmiðum verði notast við raunverulegar fyrirmyndir sem sótt hafa nám í háskóla og koma því til skila til þess hóps sem er óákveðinn eða á leið í ótímabundið námshlé að það sé áríðandi að fara í háskóla og að fleiri dyr atvinnulífsins standi þeim opnar að námi loknu.

Á vefsíðunni haskolanam.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar um átakið og háskólana.

Hér er hægt að nálgast samfélagsmiðla átaksins:

www.instagram.com/haskolanam

https://www.tiktok.com/@haskolanam_

https://www.youtube.com/@Haskolanam-hd4wx

https://www.facebook.com/haskolanam

Thumbnail

Thumbnail-2-