Fréttasafn



28. nóv. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Starfsumhverfi

Athugasemdir við frumvarp um breytingar á umferðarlögum

Samtök iðnaðarins hafa skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingar á umferðarlögum þar sem meðal annars kemur fram að samtökin fagni að tekið verði tillit til sjónarmiða samtakanna á fyrri stigum samráðs er varðar útvíkkun gildissviðs reglna um aksturs- og hvíldartíma. En hins vegar gera samtökin athugasemdir við að enn standi til að 3. máls. 10. mgr. 58. gr. umferðarlaga verði orðuð á þann veg að aðeins verði heimilt að ljúka endurmenntun atvinnubílstjóra í farþega- og farmflutningum að hluta til í fjarnámi en þeim hefur hingað til verið heimilt að sinna endurmenntun sinni að öllu leyti í gegnum fjarnám.

Þá gera Samtök iðnaðarins athugasemdir við að til standi að ganga lengra en nauðsyn þykir við lögfestingu og innleiðingu íþyngjandi Evrópureglna sem Íslandi hefur verið veitt sérstök undanþága frá. Taki frumvarpið ekki breytingum leggja samtökin sérstaka áherslu á að metin verði þörfin til endurskoðunar námskrár endurmenntunar atvinnubílsstjóra. 

Hér er hægt að nálgast umsögnina í heild sinni.